Í kvöld varð það ljóst að Víkingur mun mæta KF Egnatia frá Albaníu í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Eftir grætilega tapið gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær var ljóst að Íslandsmeistararnir féllu niður í forkeppni Sambandsdeildarinnar og myndi mæta tapliðinu úr viðureign Egnatia og Bora Banja Luca frá Bosníu.
Sú viðureign fór alla leið í vítakeppni þar sem Bosníumennirnir höfðu betur og halda því áfram í Meistaradeildinni á meðan Egnatia, sem er albanskur meistari, mun leika gegn Víkingi í Sambandsdeildinni.
Eftir grætilega tapið gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær var ljóst að Íslandsmeistararnir féllu niður í forkeppni Sambandsdeildarinnar og myndi mæta tapliðinu úr viðureign Egnatia og Bora Banja Luca frá Bosníu.
Sú viðureign fór alla leið í vítakeppni þar sem Bosníumennirnir höfðu betur og halda því áfram í Meistaradeildinni á meðan Egnatia, sem er albanskur meistari, mun leika gegn Víkingi í Sambandsdeildinni.
KÍ heldur áfram að gera lukku í Evrópu
Færeyjameistarar KÍ frá Klaksvík, sem komust í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili, lögðu Diffedange frá Lúxemborg samtals 2-0 og komust þar með í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Þar mun KÍ mæta Svíþjóðarmeisturum Malmö en í fyrra var frægt þegar KÍ sló út þáverandi Svíþjóðarmeistara Häcken í Meistaradeildinni.
Ekki gekk eins vel í kvöld hjá færeyska liðinu B36 sem tapaði 0-1 á heimavelli gegn Auda frá Lettlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Samtals tapaði B36 einvíginu 0-3 og er úr leik í Evrópu.
Athugasemdir