Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. nóvember 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps um stöðuna hjá Giroud: Ekki gott fyrir hann
Olivier GIroud fær lítið að spila hjá Chelsea en er mikilvægur í franska landsliðinu
Olivier GIroud fær lítið að spila hjá Chelsea en er mikilvægur í franska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hefur áhyggjur af stöðu Olivier Giroud hjá enska félaginu Chelsea.

Þessi 34 ára gamli framherji hefur fengið fáar mínútur með Chelsea á þessari leiktíð. Hann hefur leikið 154 mínútur og skorað eitt mark en það kom í enska deildabikarnum.

Hann var nálægt því að yfirgefa Chelsea í janúar en það varð þó ekkert úr félagaskiptunum.

Giroud er annar markahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og á aðeins níu mörk í Thierry Henry.

„Staða Giroud hjá Chelsea er ekki góð. Hann mun ákveða hvað hann gerir. Hann er með styrkinn og hugarfarið til að spila fyrir Frakkland og ég vona að hlutirnir breytist fyrir hann í janúar og hann fái meiri spiltíma," sagði Deschamps.

„Eftir það verður hann í hópnum eða ekki. Hann veit hvað mér finnst um þetta og ég hef sagt honum það. Ég gleymi því ekki hvað hann er fær um að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner