Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuttugu útskrifuðust í UEFA CFM
Arnar Þór Viðarsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, útskrifaðist úr náminu.
Arnar Þór Viðarsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, útskrifaðist úr náminu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í liðinni viku fór fram þriðja og síðasta vinnulotan í UEFA CFM náminu sem nú var haldið í fyrsta sinn hjá KSÍ. Vinnulotunni lauk með rafrænni útskriftarveislu og útskrifuðust 20 af þeim 30 nemendum sem hófu námið í mars 2020. Þau sem útskrifuðust eru eftirtalin:

Alexandre M. Fernandez Massot, Íslandi
Anna Kristina Elisabet Malmén, Svíþjóð
Ari Gylfason, Íslandi
Arnar Bill Gunnarsson, Íslandi
Arnar Þór Viðarsson, Íslandi
Geir Kristinsson, Íslandi
Harpa Þorsteinsdóttir, Íslandi
Jonathan Glenn, Íslandi
Jonna Vaarnanen, Finnlandi
Kirsty Mullen, Skotlandi
Kolbeinn Kristinsson, Íslandi
Linda Hlín Þórðardóttir, Íslandi
Martin Storkersen Myrlund, Noregi
Maryna Zhardzetskaya, Hvíta-Rússlandi
Matti Lähitie, Finnlandi
Óskar Örn Guðbrandsson, Íslandi
Pramila Susanne Olsen Matthiasen, Noregi
Sævar Pétursson, Íslandi
Theis Frydenlund Rasmussen, Danmörku
Yacine Sophian Aagaard Drif, Danmörku

UEFA CFM (UEFA Certificate in Football Management) er stjórnunarnám á vegum Knattspyrnusambands Evrópu fyrir einstaklinga sem starfa í knattspyrnuhreyfingunni eða tengjast henni með beinum hætti. Námið er á háskólastigi og hefur verið skipulagt af UEFA síðan árið 2010 í samstarfi við svissnesku námsstofnunina IDHEAP (The Swiss Graduate School of Public Administration, við háskólann í Lausanne).

Nánar er hægt að lesa um málið á vef KSÍ hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner