Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. febrúar 2020 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rojo sagði Zlatan að þegja: Hvað er í gangi stórnefur?
Zlatan og Rojo.
Zlatan og Rojo.
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo, varnarmaður Estudiantes í Argentínu, hefur greint frá því að honum lenti saman við Zlatan Ibrahimovic, sóknarmann AC Milan, þegar þeir voru saman hjá Manchester United.

Rojo og Zlatan voru liðsfélagar hjá Man Utd frá 2016 til 2018.

„Zlatan er með sterkan karakter, Ezequiel Lavezzi hafði varað mig við því," sagði Rojo við Cielo Sports.

„Ég vissi að hann vildi alltaf fá boltann. Í einum leiknum sá ég hann biðja um hann og ég sendi ekki á hann; ég sendi á Paul Pogba. Þá byrjaði hann að öskra á mig, veifaði höndunum, og sagði mikið við mig á ensku og spænsku."

„Ég sagði við hann: 'Hvað er í gangi hjá þér stórnefur? Þegiðu'. Ég vissi að ef hann myndi ná mér þá myndi hann drepa mig og ég þurfti þess vegna bara að mæta honum. Þegar við fórum inn í búningsklefa þá sagði ég honum að loka munninum og hætta að öskra."

„Við byrjuðum að móðga hvorn annan og allir liðsfélagarnir horfðu bara á. Í miðjunni var Jose Mourinho að reyna að róa okkur," sagði Rojo.

Rojo sneri aftur til heimalands síns, Argentínu, á sex mánaða lánssamningi í janúar. Hann hefur verið samningsbundinn Manchester United frá 2014.

Zlatan er núna 38 ára og búinn að skora þrjú mörk í átta keppnisleikjum með AC Milan síðan hann kom þangað í janúar.
Athugasemdir
banner
banner