Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 07:30
Aksentije Milisic
Zidane fékk spark í andlitið frá leikmanni Celta
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, lenti í óvæntu atviki í leik liðsins gegn Celta Vigo í fyrradag. Real missti af tveimur stigum er liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn fallbaráttuliði Celta Vigo.

Á 61. mínútu var Frakkinn á hliðarlínunni að kalla skipanir til lærisveina sinna þegar varnarmaður Celta, Joseph Aidoo rann til þegar hann ætlaði að halda boltanum í leik.

Aidoo missti jafnvægið með þeim afleiðingum að hann datt á bakið og rak vinstri löpp sína beint í munninn á Zidane. Toni Kroos hljóp til þess að taka innkastið á meðan Zidane hugaði að munninum.

„Ég er í lagi. Hann sparkaði í mig en ég verð að vera á hliðarlínunni," sagði Zidane.

Real er með eins stigs forystu á Barcelona á toppi spænsku deildarinnar. Atvikið frá því í gær má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner