Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 18. febrúar 2024 14:12
Brynjar Ingi Erluson
Birnir Snær lagði upp í bikarsigri - Gísli kom inn af bekknum
Birnir Snær byrjar vel með Halmstad
Birnir Snær byrjar vel með Halmstad
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslendingarnir í Halmstad unnu 3-2 sigur á Helsingborg í sænska bikarnum í dag.

Birnir Snær Ingason var í byrjunarliði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson byrjaði á bekknum.

Staðan í hálfleik var 1-1 en snemma í síðari hálfleik var Birnir nálægt því að leggja upp annað mark Halmstad fyrir Viktor Granath, sem tókst hins vegar ekki að skora.

Sex mínútum síðar kom annað markið og var það Birnir sem átti stoðsendinguna á Mohammed Naeem, sem gerði sitt annað mark í leiknum.

Gísli Eyjólfsson kom inn af bekknum á 67. mínútu. Undir lok leiksins skoruðu heimamenn í Halmstad sigurmarkið úr aukaspyrnu og lokatölur 3-2.

Í bikarnum eru átta riðlar þar sem eitt lið fer upp úr hverjum riðli en riðlakeppninni lýkur í byrjun mars.

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Elfsborg sem vann 2-0 sigur á GAIS. Andri lék allan leikinn fyrir Elfsborg en Eggert Aron Guðmundsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Alfons Sampsted kom inn á í byrjun síðari hálfleiks í 1-0 tapi Twente gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni. Twente er í 3. sæti með 44 stig.
Athugasemdir
banner
banner