Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 18. febrúar 2024 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Hefði getað verið auðveldur sigur
Mynd: Getty Images
Mynd: Man Utd
Erik ten Hag var ekki sérlega ánægður eftir 1-2 sigur Manchester United á útivelli gegn Luton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann er ánægður með stigin og stóran hluta frammistöðunnar, en ósáttur með færanýtinguna og skort á einbeitingu hjá lærisveinum sínum.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem liðin skiptust á að sækja, en gestirnir frá Manchester voru talsvert hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og komust oft nálægt því að bæta við forystuna.

„Við vorum frábærir í byrjun og hefðum getað komist í þriggja eða fjögurra marka forystu með færunum sem Garnacho og Rashford fengu. Eftir þetta misstum við aðeins einbeitinguna og hleyptum þeim inn í leikinn, varnarlínan fór alltof langt niður og við leyfðum þeim að senda boltann alltof mikið á milli sín," sagði Ten Hag að leikslokum.

„Þeir sköpuðu sér nokkur færi og minnkuðu muninn en við fengum svo fleiri færi til að gera út um leikinn sem við nýttum ekki. Við fengum svo mörg færi þar sem við vorum komnir einn á móti einum en klúðruðum. Garnacho og Rashford aftur og Bruno Fernandes líka. Á þessum tímapunktum áttum við alltaf að komast í 3-1.

„Luton átti fyrirgjafir og marktilraunir en þeir fengu ekki jafn góð færi og við. Við vorum vaðandi í færum og áttum að skora fleiri mörk. Færanýtingin var alls ekki nægilega góð. Það er hættuleg staða að vera 2-1 yfir, við gátum alltaf fengið jöfnunarmark í andlitið eftir hornspyrnu eða fyrirgjöf.

„Stákarnir voru ekki 100% einbeittir allan tímann og þess vegna varð þetta erfiður leikur. Þeim fannst þetta kannski svo auðvelt fyrstu tíu mínúturnar að þeir misstu einbeitinguna og hleyptu Luton inn í leikinn.

„Við megum ekki leyfa okkur að missa einbeitingu með þessum hætti, við þurfum að leggja okkur alla fram frá fyrstu til síðustu mínútu í hverjum einasta leik. Það sem hefði getað verið auðveldur sigur varð að erfiðum sigri, við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir með því að leyfa þeim að halda sér í leiknum."


Rauðu djöflarnir eru aðeins fimm stigum frá meistaradeildarsæti eftir þennan sigur, sem var fjórði sigur liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Ten Hag hrósaði einnig Rasmus Höjlund í hástert eftir sigurinn, enda skoraði Daninn ungi bæði mörk Man Utd í sigrinum og er kominn með sjö mörk og tvær stoðsendingar í síðustu sex leikjum í öllum keppnum.

Ten Hag hefur þá trú á því að Man Utd geti barist um meistaradeildarsætið og er spenntur fyrir framtíð félagsins undir leiðsögn Sir Jim Ratcliffe og félaga hjá INEOS Group.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner