Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjögur stig tekin af Macclesfield en ekki sex
Mynd: Getty Images
Í desember á síðasta ári voru sex stig tekin af Macclesfield Town í ensku D-deildinni eftir að félagið braut margar reglur. Nú hefur þeirri refsingu verið breytt í fjögur stig, en ekki sex.

Macclesfield játaði sök í mörgum ákæruliðum, þar á meðal að hafa ekki borgað laun. Það þurfti að fresta leik hjá Macclesfield gegn Crewe, sem átti að fara fram 7. desember, eftir að leikmenn neituðu að spila vegna ógreiddra launa.

Macclesfield áfrýjaði upprunalega dómnum og gekk sú upprýjun upp.

Eftir dóminn er Macclesfield komið upp í 22. sæti D-deildarinnar á markatölu. Hlé er núna á deildinni út af kórónuveirunni.

Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson þjálfuðu Macclesfield um skeið, en þeir hættu fyrr á þessari leiktíð vegna fjárhagsvandræða og svikinna loforða. Macclesfield hefur ítrekað komist í fréttir fyrir fjárhagsvandræði og að geta ekki borgað leikmönnum á réttum tíma.
Athugasemdir
banner