Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. desember 2019 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex stig tekin af Macclesfield
Macclesfield er í ensku D-deildinni.
Macclesfield er í ensku D-deildinni.
Mynd: Getty Images
Sex stig hafa verið tekin af Macclesfield Town í ensku D-deildinni eftir að félagið braut margar reglur.

Félagið hefur einnig fengið skilorðsbundinn dóm um að missa fjögur stig til viðbótar ef ástandið batnar ekki.

Macclesfield játaði sök í mörgum ákæruliðum, þar á meðal að hafa ekki borgað laun. Það þurfti að fresta leik hjá Macclesfield gegn Crewe, sem átti að fara fram 7. desember, eftir að leikmenn neituðu að spila vegna ógreiddra launa.

Leikmenn hafa síðan þá fengið borgað, en Macclesfield er eftr stigamissinn í 22. sæti með 18 stig. Félagið hefur rétt á að áfrýja.

Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson þjálfuðu Macclesfield um skeið, en þeir hættu fyrr á þessari leiktíð vegna fjárhagsvandræða og svikinna loforða.

Talið er að félagið skuldi Campbell meira en 180 þúsund pund.

Amar Alkadhi, eigandi Macclesfield, er að reyna að selja félagið og vonast stuðningsmenn að það gerist sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner