fim 18. mars 2021 14:08
Magnús Már Einarsson
Enski hópurinn: Johnstone og Watkins nýliðar - Trent ekki valinn
Ollie Watkins.
Ollie Watkins.
Mynd: Getty Images
Lingard er inni.
Lingard er inni.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate tilkynnti nú rétt í þessu leikmannahóp enska landsliðsins fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Englendingar mæta San Marinó, Albaníu og Póllandi í þessum mánuði.

Ollie Watkins, framherji Aston Villa, og Sam johnstone, markvörður WBA, eru nýliðar í hópnum.

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, var ekki valinn í hópinn en hann hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu.

John Stones, Luke Shaw og Jesse Lingard eru allir valdir á nýjan leik eftir að hafa leikið vel í vetur.

Jadon Sancho, Jack Grealish, James Maddison og Tammy Abraham eru ekki valdir en þeir hafa verið að glíma við meiðsli.

Enski hópurinn

Markverðir: Dean Henderson (Manchester United), Sam Johnstone (West Bromwich Albion), Nick Pope (Burnley)

Varnarmenn: Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (Wolverhampton Wanderers), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Reece James (Chelsea), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Atletico Madrid), Kyle Walker (Manchester City)

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Phil Foden (Manchester City), Jesse Lingard (West Ham United, loan from Manchester United), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Leeds United), Declan Rice (West Ham United), James Ward-Prowse (Southampton)

Framherjar: Dominic Calvert-Lewin (Everton), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Raheem Sterling (Manchester City), Ollie Watkins (Aston Villa)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner