Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. mars 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Michail Antonio ekki í landsliði Jamaíka
Michail Antonio er þrítugur.
Michail Antonio er þrítugur.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Michail Antonio er ekki í landsliðshópi Jamaíka sem mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik.

Hinn þrítugi Antonio á ættir að rekja til Jamaíka en hann hafnaði boði um að spila með landsliðinu þar árið 2016.

Síðan þá hefur Antonio verið valinn í landsliðshópinn hjá Englandi, bæði undir stjórn Sam Allardyce og Gareth Southgate. Hann hefur hins vegar ekki spilað með enska landsliðinu.

Talið var að Antonio væri tilbúinn að spila fyrir Jamaíka en hann virðist ekki vera búinn að gera upp hug sinn, er allaveg ekki valinn í hópinn núna.

Andre Gray hjá Watford er hinsvegar í hópnum hjá Jamaíka í fyrsta sinn en vináttuleikurinn gegn Bandaríkjunum verður eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner