Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Tók Haaland af velli því ég vildi ekki að hann myndi bæta met Messi
Pep Guardiola og Erling Braut Haaland
Pep Guardiola og Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var í góðu skapi er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 sigurinn á Burnley í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Haaland gerði það sem Haaland gerir best og það er að skora mörk en hann gerði sjöttu þrennuna á tímabilinu.

Norðmaðurinn er með 42 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili hjá Man City en það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann mun slá markametið í úrvalsdeildinni.

Haaland var skipt af velli á 63. mínútu eftir að hafa fullkomnað þrennuna en Guardiola grínaðist með það.

„8 mörk á 4 dögum. Ég spilaði ellefu ár hjá Barcelona og skoraði ellefu mörk. Ég skipti honum af velli eftir þrjú mörk svo hann myndi ekki bæta met Messi í enska bikarnum,“ sagði Guardiola í gríni, en Messi hefur auðvitað aldrei spilað í enska bikarnum.

„Þetta hefur verið góður mánuður. Newcastle, Leipzig, Crystal Palace og svo í dag. Þetta var góður leikur og sömuleiðis erfiður, þeir fóru á maður á mann og var Stefan Ortega sá eini sem var laus.“

„Það kemur ekkert á óvart með það sem er í gangi hjá Burnley í ensku B-deildinni. Við munum mæta þeim á næsta tímabili,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner