Markvörður og fyrirliði Breiðabliks, Gunnleifur Gunnleifsson segir það mikla tilhlökkun að fara til Liechtenstein og mæta þar Vaduz í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Gulli Gull og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léku með Vaduz eitt tímabil fyrir tíu árum.
Gulli Gull og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léku með Vaduz eitt tímabil fyrir tíu árum.
„Við Gummi eigum góðar minningar frá okkar tíma þarna og þetta er bara mikil eftirvænting. Okkur leið mjög vel þarna, það var frábært að vera þó liðinu hafi ekki gengið nógu vel. En þetta var meiriháttar góður tími þarna fyrir fjölskylduna. Ég á fullt af kunningjum þarna," sagði Gunnleifur í samtali við Mbl.is .
Þar er hann spurður að því hvort hann þekki eitthvað til félagsins í dag.
„Maður fylgist aðeins með þeim bara en þekkir ekkert af leikmönnunum. Það eru einhverjir landsliðsmenn Liechtenstein þarna, svo maður veit ekki hvort eigi að þora að afla sér upplýsinga í gegnum Helga Kolviðsson sem er landsliðsþjálfarinn þeirra núna. Við verðum að leita einhverra ráða með það," sagði Gulli við Morgunblaðið.
Hægt er að lesa viðtalið við Gulla í heild sinni hér.
Athugasemdir