Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 18. júní 2022 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selma Sól skoraði og Ingibjörg fékk rautt í Íslendingaslag
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir gerði sitt þriðja mark í norsku úrvalsdeildinni er Rosenborg vann góðan sigur gegn Vålerenga í toppbaráttuslag í Noregi.

Selma Sól gerði annað mark Rosenborg í leiknum undir lok seinni hálfleiks og var staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsklefa. Undir lok leiksins fékk Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Vålerenga, að líta rauða spjaldið en það hafði ekki mikil áhrif á lokastöðuna því það kom svo seint.

Rosenborg vann þennan leik og er núna tveimur stigum á eftir toppliði Brann. Vålerenga er með þremur stigum minna en Rosenborg.

Bæði Selma og Ingibjörg eru í íslenska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumótinu í sumar.

Alfons í sigurliði gegn Brynjólfi
Í úrvalsdeild karla vann Bodö/Glimt 0-2 sigur gegn Kristiansund í Íslendingaslag. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodö og Brynjólfur Willumsson byrjaði hjá Kristiansund í leiknum. Bodö er í sjötta sæti með 16 stig en Brynjólfur og félagar eru á botninum með aðeins eitt stig eftir átta leiki.

Ari Leifsson lék allan tímann í stóru tapi Stromsgödset gegn Sarpsborg, 5-1. Stromsgödset er í fjórða sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner