Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   sun 18. júlí 2021 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Máni: Óskar að drepa mig úr leiðindum í þessum viðtölum
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöð 2 Sport skaut aðeins á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir leikinn gegn KR sem er í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Óskar mætti í viðtal fyrir leikinn þar sem hann talaði um að leikurinn í kvöld væri ekki úrslitaleikur fyrir Blika, sem eru í þriðja sæti - fimm stigum frá toppnum og með tvo leiki til góða. Óskar sagði að frammistaðan væri það sem hann væri að horfa í og það væri frábært ef úrslitin myndu fylgja.

„Ég var alveg að sofna við að hlusta á þetta. Óskar segir ekki neitt," sagði Máni.

„Eins og Óskar er nú skemmtilegur maður þegar maður hittir hann og spjallar við hann, þá er hann alveg að drepa mig úr leiðindum í þessum viðtölum. Hvað er málið með þetta? Ég er búinn að reyna að ræða þetta við hann og hann vill ekkert breyta þessu,."

„Hann var ekki að segja okkur nokkurn skapaðan hlut í þessu viðtali. Eina sem ég get lesið úr þessu er að Óskar er mjög sáttur við stigið," sagði Máni.

Leikir kvöldsins:
19:15 FH - Fylkir
19:15 KR - Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner