Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Andri Fannar skoraði er Elfsborg flaug áfram í næstu umferð - Gummi Tóta þreytti frumraun sína
Andri Fannar skoraði þriðja mark Elfsborg
Andri Fannar skoraði þriðja mark Elfsborg
Mynd: Guðmundur Svansson
Andri Fannar Baldursson var á skotskónum er Elfsborg vann auðveldan 5-2 sigur á Pafos frá Kýpur í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Blikinn byrjaði í liði Elfsborg á meðan Eggert Aron Guðmundsson sat á bekknum.

Elfsborg vann fyrri leikinn 3-0 og var því í góðri stöðu fyrir leikinn í kvöld.

Andri Fannar spilaði allan leikinn og skoraði þriðja mark Elfsborg en Eggert Aron kom ekkert við sögu.

Elfsborg mætir Sheriff frá Moldóvu í næstu umferð.

Guðmundur Þórarinsson þreytti frumraun sína með armenska liðinu Noah FC er liðið vann Shkendija, 2-1, í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Hann samdi við liðið á dögunum og var á bekknum í síðasta leik en kom ekki við sögu. Í kvöld kom hann inn af bekknum þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Noah mætir Sliema Wanderers frá Möltu í annarri umferð.
Athugasemdir
banner
banner