Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 18. ágúst 2019 18:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Völsungur upp í Inkasso-deildina
Völsungur vann Gróttu og ljóst er að liðið leikur í Inkasso næsta sumar.
Völsungur vann Gróttu og ljóst er að liðið leikur í Inkasso næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru tveir leikir í 2. deild kvenna í dag. Völsungur tryggði sig upp í Inkasso-deildina með sigri á Gróttu, þær eru búnar að vinna deildina.

Grótta og Völsungur mættust á Húsavík og þar vann Völsungur 1-0 sigur. Harpa Ásgeirsdóttir gerði eina markið í upphafi leiksins.

Völsungur er á toppnum með 25 stig og liðið leikur í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Sindri er með 18 stig í öðru sæti og Grótta í þriðja sæti með 17 stig. Völsungur á leik til góða á Sindra og Gróttu.

Sindri er á góðu skriði í deildinni og vann sinn fjórða sigur í röð. Sindri heimsótti botnlið Leiknis í Breiðholti og þar komst Sindri í 3-0 fljótlega. Leiknisstelpur klóruðu í bakkann og náðu að minnka muninn í 3-2. Þær komust hins vegar ekki lengra.

Sindri setti tvö mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og voru lokatölur 5-2 fyrir Sindra sem er núna í öðru sæti deildarinnar.

Leiknir R. 2 - 5 Sindri
0-1 Marlyn Campa ('16)
0-2 Jóna Benný Kristjánsdóttir ('21)
0-3 Erla Dís Guðnadóttir ('22)
1-3 Berglind Birta Jónsdóttir ('35)
2-3 Þórdís Ragna Ragnarsdóttir ('54)
2-4 Ólöf María Arnarsdóttir ('65)
2-5 Marlyn Campa ('79)

Völsungur 1 - 0 Grótta
1-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('2)
Athugasemdir
banner