Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta tapið undir stjórn Nagelsmann
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Þýskaland 2 - 3 Tyrkland
1-0 Kai Havertz ('5)
1-1 Ferdi Kadioglu ('38)
1-2 Kenan Yildiz ('45)
2-2 Niclas Fullkrug ('49)
2-3 Yusuf Sari ('71, víti)

Julian Nagelsmann stýrði þýska landsliðinu í þriðja sinn þegar Tyrkland kíkti í heimsókn til að spila æfingalandsleik í dag.

Þetta var fyrsti heimaleikur Þýskalands undir stjórn Nagelsmann og sýndu hans menn ekki sérlega góða frammistöðu gegn sterku liði Tyrkja.

Kai Havertz, sem byrjaði í vinstri bakverði, tók forystuna snemma leiks en gestirnir sneru stöðunni við undir lok fyrri hálfleiks.

Tyrkir voru betri í fyrri hálfleik og verðskulduðu forystuna, en seinni hálfleikurinn var jafnari. Niclas Füllkrug jafnaði fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og hélst staðan jöfn þar til á 71. mínútu, þegar Yusuf Sari skoraði úr vítaspyrnu.

Sóknarleikur Þjóðverja var ekki nógu beittur og reyndist þetta sigurmarkið. Þetta er mikill skellur fyrir þýska landsliðið, sem var að vonast til að þjálfaraskiptin myndu nægja til að leysa vandamál liðsins.

Nagelsmann er nýlega tekinn við þýska landsliðinu eftir að Hansi Flick var rekinn eftir hrikalega slæmt gengi. Hann byrjaði á sigri á útivelli gegn Bandaríkjunum í síðasta landsleikjahléi, en náði svo aðeins jafntefli í Mexíkó nokkrum dögum síðar.

Fyrsti heimaleikurinn undir hans stjórn var ekki traustvekjandi, en framundan er nágrannaslagur gegn Austurríki.

Þýskaland er gestgjafi EM 2024 og tekur því ekki þátt í undankeppninni fyrir mótið, Tyrkland og Austurríki eru bæði búin að tryggja sér sæti á mótinu eftir góðan árangur í undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner