Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 19. janúar 2019 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Gengur mjög lítið hjá Ara og félögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur hvorki né rekur hjá Ara Frey Skúlasyni og félögum í Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni.

Lokeren heimsótti Eupen í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld og var Ari Freyr í byrjunarliðinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu, en þá var staðan 4-1 fyrir Eupen og endaði leikurinn þannig.

Eupen er í eigu Katara, Aspire akademían í Katar, sem sett var á laggirnar af ríkisstjórn Katar, keypti KAS Eupen árið 2012.

Íslenska landsliðið spilaði í Eupen í nóvember á síðasta ári og gerði þá 2-2 jafntefli gegn Katar.

Ari Freyr og félagar í Lokeren eru á botni belgísku úrvalsdeildarinnar með aðeins 14 stig eftir 22 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner