Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 19. janúar 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Smith Rowe: Þakklátur fyrir tækifærið
Emile Smith Rowe
Emile Smith Rowe
Mynd: Getty Images
Mesut Özil er að ganga til liðs við tyrkneska félagið Fenerbahce en hann hefur verið hvað mest skapandi leikmaður Arsenal síðustu árin en Emile Smith Rowe virðist ætla að taka við keflinu.

Smith Rowe er 20 ára gamall og uppalinn hjá Arsenal en hann hefur tvisvar farið á lán. Hann spilaði með RB Leipzig eitt tímabil og lék svo með Huddersfield á síðustu leiktíð í ensku B-deildinni.

Hann hefur spilað tíu leiki í heildina með aðalliði Arsenal á þessu tímabili þar sem hann hefur lagt upp fimm mörk og skorað tvö.

Smith Rowe er sóknarþenkjandi miðjumaður og virðist hafa alla burði til að taka við af Özil.

„Við erum að koma saman sem hópur. Við erum sterkari núna og allir eru að komast í gott form og samheldnin er mikil. Það sýndi sig í leiknum," sagði hann eftir 3-0 sigurinn á Newcastle í gær.

„Ég hef verið óheppinn með meiðsli en stjórinn hefur verið að gefa mér tækifæri. Ég er svo þakklátur og ég vil þakka honum fyrir traustið. Ég vil nýta hvert einasta tækifæri til að sýna honum að ég er nógu góður."

„Ég hef spilað erlendis og í B-deildinni og það hefur hjálpað mér að þróa leik minn utan vallar líka. Ég hef þroskast mikið sem manneskja og þetta hefur hjálpað mér í þessari vegferð

„Lacazette hefur haft mestu áhrifin á mig. Það að spila með honum þarna fram á við hjálpar mér gríðarlega. Hann gefur mér mikið sjálfstraust utan vallar og talar mikið við mig."

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gefur honum góð ráð fyrir leiki og hjálpar honum að komast betur inn í hlutina.

„Hann segir mér að vera frjáls, hreinsa hugann og vera öruggur með mig. Ef ég geri mistök þá segir hann mér að halda áfram. Ég er svo ánægður að spila fyrir stjóra eins og hann og fá þessi tækifæri."

„Ég hef alltaf reynt að spila fótbolta með að nota aðeins eina snertingu. Ef ég veit hvað ég vil gera við boltann áður en hann kemur til mín, af hverju ekki bara að senda hann í fyrsta?"
sagði hann og spurði í lokin.
Athugasemdir
banner
banner