Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 19. janúar 2022 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bale gæti spilað sinn fyrsta leik í fimm mánuði
Real Madrid heimsækir Elche í spænska konungsbikarnum á morgun. Það vekur athygli að velski leikmaðurinn Gareth Bale er í hópnum.

Hann hefur verið að kljást við erfið meiðsli en hann lék síðast fyrir Real þann 28. ágúst í 1-0 sigri á Real Betis.

16 liða úrslit konungsbikarsins klárast með tveimur leikjum á morgun, viðureign Elche og Real annarsvegar og Athletic Bilbao og Barcelona hinsvegar.

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid gat ekki svarað því hvort Bale muni taka þátt í leiknum á morgun eða ekki.
Athugasemdir
banner