Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
   sun 19. janúar 2025 16:19
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Allt fór til fjandans eftir að Þóri var skipt af velli - Bjarki og Mikael byrjuðu í nýliðaslag
Þórir Jóhann Helgason var annan leikinn í röð í byrjunarliði Lecce í Seríu A á Ítalíu er liðið tapaði fyrir Cagliari, 4-1, á útivelli í dag.

Hafnfirðingurinn stóð sig með eindæmum vel í síðasta leik sem var fyrsti byrjunarliðsleikur hans í langan tíma.

Hann fékk mikið lof fyrir frammistöðuna á staðarmiðlunum í Lecce og voru stuðningsmenn ánægðir með að fá 'nýjan' leikmann inn í þessum glugga.

Þórir spilaði á miðsvæðinu í dag en átti einnig virkan þátt í sóknarleiknum. Lecce tók forystuna á 42. mínútu í gegnum Santiago Pierotti sem skaut boltanum við vítateigslínuna og í vinstra hornið.

Gianluca Gaetano jafnaði á 60. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Þóri skipt af velli. Í kjölfarið skoruðu heimamenn í Cagliari annað markið áður en Ante Rebic, leikmaður Lecce, var rekinn af velli,

Cagliari bætti við tveimur mörkum á þremur mínútum áður en flautað var til leiksloka og lokatölur 4-1. Cagliari er í 13. sæti með 21 stig en Lecce í 16. sæti með 20 stig.

Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson voru báðir í byrjunarliði Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Parma í nýliðaslag.

Venezia tók forystuna á 20. mínútu. Joel Pohjanpalo skoraði úr vítaspyrnu sem John Yeboah fiskaði en heimamenn í Parma jöfnuðu snemma í þeim síðari er Antonio Candela braut á Drissa Camara í teignum.

Hernani fór á punktinn fyrir Parma og skoraði. Venezia kom boltanum í netið síðar í leiknum en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Eftir það var það Parma sem setti pressuna á Venezia, en Filip Stankovic, markvörður gestanna, átti enn einn stórleikinn og sá til þess að liðið tæki að minnsta kosti stig með sér í farteskinu.

Venezia er í næst neðsta sæti með 15 stig en Parma í 15. sæti með 20 stig.

Cagliari 4 - 1 Lecce
0-1 Santiago Pierotti ('42 )
1-1 Gianluca Gaetano ('60 )
2-1 Sebastiano Luperto ('65 )
3-1 Nadir Zortea ('80 )
4-1 Adam Obert ('83 )
Rautt spjald: Ante Rebic, Lecce ('73)

Parma 1 - 1 Venezia
0-1 Joel Pohjanpalo ('20 , víti)
1-1 Hernani ('56 , víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
12 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner
banner