Marley Blair hefur skrifað undir samning við Keflavík út tímabilið 2023, frá þessu var greint rétt í þessu í færslu á samfélagsmiðlum Keflavíkur.
Blair fór í læknisskoðun í gær sem hann stóðst og frágengið að hann sé orðinn leikmaður Keflavíkur. Hann er 21 árs og getur leyst flestar stöður fremst á vellinum, hann er bæði snöggur og teknískur.
„Við fögnum komu Marley og hlökkum mikið til að sjá hann spreyta sig í Pepsi MAX deildinni í sumar. Keflavík bindur miklar vonir við Marley og óskar honum alls hins besta!" segir í tilkynningu Keflavíkur.
Blair fór í læknisskoðun í gær sem hann stóðst og frágengið að hann sé orðinn leikmaður Keflavíkur. Hann er 21 árs og getur leyst flestar stöður fremst á vellinum, hann er bæði snöggur og teknískur.
„Við fögnum komu Marley og hlökkum mikið til að sjá hann spreyta sig í Pepsi MAX deildinni í sumar. Keflavík bindur miklar vonir við Marley og óskar honum alls hins besta!" segir í tilkynningu Keflavíkur.
Blair var í yngri liðum Burnley og Liverpool á sínum tíma. Blair spilaði með U18 ára liði Liverpool áður en hann fór til Burnley árið 2018 þar sem hann spilaði með U23 ára liðinu.
Í haust var Blair á reynslu hjá Sheffield Wednesday í Championship deildinni en hann fékk ekki samning þar.
Keflavík endaði í efsta sæti Lengjudeildarinanr síðasta sumar og leikur því í Pepsi Max-deildinni á komandi leiktíð. Áður hafði liðið krækt í Ástbjörn Þórðarson frá KR.
Athugasemdir