Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 19. mars 2021 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Óli í Keflavík (Staðfest)
Ísak í leik með Keflavík sumarið 2018.
Ísak í leik með Keflavík sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson mun leika með nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hann kemur til félagsins á láni frá SönderjyskE í Danmörku en danska félagið staðfestir þessi tíðindi í dag.

Klaus Rasmussen, starfsmaður SönderjyskE, segir að Ísak sé lánaður til þess að fá meiri mínútur á fótboltavellinum en félagið muni fylgjast vel með honum á Íslandi.

Hinn tvítugi Ísak er uppalinn hjá Keflavík en hann fór til SönderjyskE árið 2019.

Ísak hefur skorað tvö mörk í átta leikjum með U21 landsliði Íslands en hann var í gær valinn í hópinn sem fer á EM í Ungverjalandi í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner