Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari Sigurpáls til Elfsborg (Staðfest)
Mynd: Elfsborg
Mynd: Víkingur
Ari Sigurpálsson er genginn í raðir sænska félagsins Elfsborg en félagið kaupir hann frá Víkingi. Ari skrifar undir samning út tímabilið 2029

Ari er sóknarmaður sem fæddur er árið 2003. Hann er uppalinn hjá HK, hélt út til Ítalíu, var þar í tvö og hálft ár en sneri heim til Íslands frá Bologna árið 2022 og samdi við Víking. Hann skoraði 33 mörk í 126 leikjum með Víkingi.

Ari á að baki 36 leiki fyrir yngri landslið Íslands og í þeim skoraði hann fimm mörk.

Hann varð bikarmeistari sumarið 2022, tvöfaldur meistari 2023 og á síðasta tímabili var hann hluti af Víkingsliði sem skrifaði söguna í Evrópu með því að komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar, en Ari var lykilmaður í því liði. Hann skoraði jöfnunarmark Víkings í Austurríki gegn LASK Linz til að tryggja Víkingum í umspiliði.

„Ari kemur til félagsins frá Bologna árið 2022 og er hann frábært dæmi um vel heppnaða strategíu hjá félaginu. Það var alltaf planið að Ari myndi spila 2-3 ár á Íslandi áður en hann myndi halda erlendis aftur. Það heppnaðist vel og teljum við hann vera að hoppa yfir þetta millistig og hittir þar fyrir gamla fyrirliðann okkar og spila þeir núna saman í gulu og svörtu," segir Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

„Knattspyrnudeild Víkings óskar Ara velgengni og hamingju í Svíþjóð og um leið þökkum við Ara kærlega fyrir sitt framlag til félagsins. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Ari!" segir í tilkynningu Víkings.

„Við erum mjög ánægðir að Ari valdi Borås og Elfsborg sem sitt næsta skref á ferlinum. Við erum að fá leikmann sem er með spennandi hæfileika sem við höfum trú á að muni leggja sitt af mörkum í þeim fótbolta sem við viljum spila," segir Oscar Hiljemark sem er þjálfari Elfsborg.

Ari verður í treyju númer 25 hjá Elfsborg og þar verður hann liðsfélagi Júlíusar Magnússonar en þeir léku saman hjá Víkingi tímabilið 2022.
Athugasemdir
banner
banner