Keflavík 1 - 0 ÍA
1-0 Stefan Alexander Ljubicic ('105 )
Rautt spjald: Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, ÍA ('120) Lestu um leikinn
1-0 Stefan Alexander Ljubicic ('105 )
Rautt spjald: Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, ÍA ('120) Lestu um leikinn
Stefan Alexander Ljubicic skaut Keflvíkingum í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins með sigurmarki í framlengingu í 1-0 sigri á ÍA í Nettó-höllinni í kvöld.
Gestirnir áttu skot í stöng eftir aukaspyrnu strax á 2. mínútu og var Ásgeir Orri Magnússon, markvörður Keflavíkur, hreyfingarlaus á línunni.
Á 20. mínútu ógnuðu Skagamenn aftur en að þessu sinni var það Gísli Laxdal Unnarsson sem átti skot í þverslá. Þegar endursýning er skoðuð virðist Ásgeir ná að koma fingri í skotið.
Þetta var nokkuð rólegra í þeim síðari. Liðin voru ekki að skapa sér nein færi af viti og þurfti því að framlengja leikinn.
Undir lok fyrri hluta framlengingar dró til tíðinda. Stefan Alexander Ljubicic stangaði þá aukaspyrnu Sami Kamel í netið og yfir Árna Marinó Einarsson í markinu.
Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023
Skagamenn þurftu að sækja og fékk Jón Gísli Eyland þeirra besta færi á 118. mínútu en hann skaut á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu. Undir lok leiksins fékk Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson að líta rauða spjaldið er hann braut af sér sem aftasti maður en hann hafði komið inná sem varamaður.
Fleira gerðist ekki og eru Skagamenn því úr leik. Keflavík verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit.
Athugasemdir