„Adrenalínið var í hæstu hæðum. Það var ekkert til að dreyma um því raunveruleikinn er nógu fallegur nú þegar," sagði Alessandro Bastoni, varnarmaður Inter, eftir sigur liðsins gegn Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Inter mætir Barcelona í undanúrslitum en Bastoni var spurður að því hvernig liðið ætlaði að verjast Lamine Yamal.
„Ég veit það ekki því það fór ekki vel síðast á EM. Barcelona skilur eftir sig mikið pláss en við verðum að verjast sem lið gegn þeim. Við höfum mætt toppklassa vængmönnum, Olise og Sane hjá Bayern og svo Arsenal í deildakeppninni. Við þurfum að halda hundrað prósent fókus og vera í toppformi ef við viljum valda þeim vandræðum," sagði Bastoni.
Bastoni mætti Yamal í riðlakeppninni á EM 2024 þar sem Spánn vann 1-0 og endaði sem sigurvegari í keppninni en Ítalía datt út í 16-liða úrslitum gegn Sviss.
Athugasemdir