Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. maí 2022 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Vieira fékk nóg og felldi stuðningsmann Everton
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, fékk sig fullsaddan af stuðningsmönnum Everton eftir 3-2 tapið á Goodison Park í kvöld en úrslitin þýða það að Everton verður áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári.

Palace fór með tveggja marka forystu inn í síðari hálfleikinn en Everton kom til baka og jafnaði áður en Dominic Calvert-Lewin gerði sigurmarkið fimm mínútum fyrir lok leiksins.

Stuðningsmenn Everton stormuðu inn á völlinn eftir leik og fögnuðu liði sínu sem hafði þá bjargað sér frá falli.

Einn stuðningsmaðurinn áreitti Patrick Vieira, stjóra Palace, veifaði höndum fyrir andlit hans og beindi síma sínum að honum.

Vieira fékk nóg á endanum, greip í stuðningsmanninn og felldi hann, en í kjölfarið urðu smá átök áður en Vieira var fylgt af velli. Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner