Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. júní 2019 14:43
Arnar Daði Arnarsson
Fullyrðir að Hannes hafi haft klásúlu í samningnum um brúðkaup Gylfa
Hannes Þór.
Hannes Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason til hægri.
Hjörvar Hafliðason til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason útvarpsmaður á FM957 og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football fullyrti það í útvarpsþættinum Brennslunni í morgun að Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður og markvörður Vals hafi haft klásúlu í samningi sínum þegar hann samdi við Val fyrir tímabilið að hann mætti fara í brúðkaup Gylfa Þórs.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og liðsfélagi Hannesar í íslenska landsliðinu gifti sig við Como-vatnið á Ítalíu á laugardaginn.

Þar var Hannes Þór viðstaddur ásamt öðrum landsliðsmönnum en á sama tíma var leikur Vals og ÍBV í Pepsi Max-deild karla þar sem Anton Ari Einarsson stóð vaktina í 5-1 sigri liðsins.

Hannes Þór meiddist í upphitun fyrir landsleik Íslands og Tyrkja í síðustu viku og var því ekki leikfær í leiknum á laugardaginn. Í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku sagði Hannes að Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals hafi í kjölfar meiðslanna gefið honum grænt ljós á að fara til Ítalíu og vera viðstaddur giftinguna. „Hann (Óli) hvatti mig til þess að taka mér nokkra daga pásu og skella mér," sagði Hannes í samtalinu.

Í Brennslunni í morgun voru þeir Hjörvar Hafliðason, Ríkharð Óskar Guðnason og Kjartan Atli Kjartansson að ræða stórleik kvöldsins KR - Valur. Þar kom mál Hannesar Þórs til umræðu.

„Þegar ég var á landsleik Íslands og Tyrklands þá heyrði ég enga gárunga tala um þetta. Ég heyrði þetta fyrir mörgum mánuðum síðan að þetta væri í samningi Hannesar. Ég vildi bara ekkert fara henda í það og sagði að gárungarnir á vellinum væri að ræða þetta," sagði Hjörvar í morgun og vitnar þá í þau orð sín í Dr. Football þar sem hann sagðist hafa heyrt gárunga tala um að Hannes hefði samið um að mega fara í giftinguna fyrir tímabilið.

„Það voru engir gárungar í kringum mig. Núna er bolurinn að fá þær upplýsingar. Hann hefur bara samið svona, honum hefur langað það mikið," sagði Hjörvar sem hélt áfram og undraðist yfir því að Hannes hafi verið svona spenntur fyrir því að fara í brúðkaup og þar með sleppa knattspyrnuleik með sínu félagsliði.

„Vegna þess að Hannes er eins venjulegur náungi og maður kynnist í lífinu. Ég skil ekki að manni langar svona mikið á einhvern viðburð. Ég viðurkenni það að það þyrfti að vera sonur minn að fara gifta sig mjög óvænt (ef ég ætti að taka svona ákvörðun). Ef ég væri þjálfari HK og Kjartan (Atli Kjartansson) væri að fara gifta sig á Spáni þá myndi ég þakka honum fyrir frábært boð en ég verð að afboða mig. Ég hefði elskað að vera í því brúðkaupi og hefði keyrt hvert á land sem er á Íslandi en ég get ekki misst af leik útaf þessu. Ég geri ráð fyrir því að það yrði þannig."

Við greindum frá því fyrr í dag að Hannes Þór Halldórsson væri tilbúinn í slaginn
og mun verja mark Vals gegn KR í stórleik Pepsi-Max deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner