Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Spánar og Póllands: Ein breyting hjá Spánverjum - þrjár hjá Pólverjum
Mynd: EPA
Byrjunarliðin í leik Spánar og Póllands eru klár. Leikurinn hefst kl 19.

Fyrsti leikur Spánverja á mótinu voru vonbrigði en þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Svíþjóð. Það er ein breyting á liðinu frá þeim leik en Gerard Moreno kemur inn í liðið í stað Ferran Torres.

Það er búið að vera þungt andrúmsloft í kringum Pólverja undanfarið en liðið gerði jafntefli við Ísland í loka undirbúningsleik sínum fyrir EM. Pólland tapaði síðan 2-1 gegn Slóvakíu í fyrsta leiknum á Evrópumótinu.

Pólverjar gera þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Slóvakíu. Jakob Moder leikmaður Brighton kemur inn í liðið fyrir Grzegorz Kwychowiak sem er í banni. Tymoteusz Puchacz og Karol Swiderski koma inn fyrir Maciej Rybus og Karol Linetty.

Spánn: Simon, Llorente, Laporte, Torres, Alba, Koke, Rodri, Pedri, Moreno, Morata, Olmo.

Pólland: Szczesny, Bereszynski, Glik, Bednarek, Moder, Jozwiak, Puchacz, Klich, Zielinski, Lewandowski, Swiderski.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner