Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 19. júlí 2018 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sindri Snær: Ætlum að reyna að halda hreinu og vinna leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV er staddur í Noregi þar sem Eyjamenn heimsækja Sarpsborg í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Eyjamenn mæta þangað til að spila upp á stoltið eftir 4-0 tap í fyrri leik liðanna sem var spilaður í Vestmannaeyjum.

„Við ætlum að ganga stoltir frá þessu einvígi og eiga góðan leik þar sem tölurnar voru of stórar í Vestmannaeyjum miðað við muninn á liðunum," sagði Sindri í samtali við Fótbolta.net.

„ Við munum spila svipaðan leik og heima en það verða einhverjar breytingar geri ég ráð fyrir. Við munum reyna að halda hreinu og ná að vinna leikinn, vonandi skilar það góðum úrslitum."

Sindri talaði svo um höfuðhöggið sem Yvan Ercihot fékk í fyrri leiknum, en hann fór ekki með hópnum til Noregs. Hringja þurfti á sjúkrabíl og var leikurinn stöðvaður í um tíu mínútur vegna meiðslanna.

„Staðan er nokkuð góð, hann fékk þungt höfuðhögg í fyrri leiknum og var því eftir í Vestmannaeyjum. Hann verður vonandi klár sem allra fyrst."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner