Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. september 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svo ungur að hann þurfti að gera sig kláran í öðrum klefa
Mynd: Getty Images
Ethan Nwaneri varð í gær yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom inn á sem varamaður gegn brentford í gær.

Miðjumaðurinn er 15 ára og 182 daga gamall og verður því ekki sextán ára fyrr en í mars á næsta ári. Hann kom inn á í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal þegar komið var fram í uppbótartíma.

Harvey Elliott var áður yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar þegar hann kom inn á hjá Fulham gegn Wolves árið 2019. Þá var hann 16 ára og 30 daga gamall.

Til að setja aldur Ethan Nwaneri í samhengi þá fæddist hann átta mánuðum eftir að Emirates leikvangurinn, heimavöllur Arsenal, opnaði. Nwaneri, sem var í treyju 83 í leiknum, átti eina snertingu á boltann þegar hann átti tæklingu.

Nwanieri er það ungur að hann þurfti að gera sig kláran í öðru herbergi en hinir leikmenn Arsenal vegna barnaverndarlaga. Í kjölfar fór hann svo í klefa samherja sinna til að hlusta á stjórann Mikel Arteta segja lokaorðin fyrir leik.
Athugasemdir
banner