Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mán 19. október 2020 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Kilman og Ivanovic bestir
Það fóru tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og var aðeins eitt löglegt mark skorað á þessum rúmu 180 mínútum.

Raul Jimenez skoraði þetta eina mark í sigri Úlfanna gegn Leeds United. Hann var þó ekki valinn maður leiksins heldur hægri vængbakvörðurinn Max Kilman.

Kilman átti sendinguna á Jimenez áður en mexíkóska markavélin lét vaða og er því með skráða stoðsendingu í leiknum. Enginn komst nálægt honum í einkunnagjöf Sky Sports þar sem hann fékk 8.

Tveir leikmenn í byrjunarliði Leeds fengu 5 í einkunn, miðvörðurinn ungi Pascal Struijk, sem kom inn fyrir fyrirliðann Liam Cooper sem meiddist í upphitun, og framherjinn Rodrigo Moreno. Ian Poveda og Pablo Hernandez komu inn af bekknum og fengu einnig 5 fyrir sinn þátt.

Leeds: Meslier (6), Ayling (7), Koch (6), Struijk (5), Dallas (6), Phillips (6), Costa (6), Klich (6), Harrison (6), Rodrigo (5), Bamford (6)
Varamenn: Poveda (5), Hernandez (5)

Wolves: Rui Patricio (6), Semedo (6), Boly (6), Coady (7), Kilman (8), Saiss (7), Dendoncker (6), Moutinho (6), Neto (7), Podence (7), Jimenez (7)
Varamaður: Traore (6),

Branislav Ivanovic var þá valinn besti leikmaður vallarins er nýliðar West Bromwich Albion gerðu markalaust jafntefli við Burnley.

Ivanovic fékk 8 í einkunn frá Sky Sports rétt eins og Sam Johnstone og Nick Pope, markverðir beggja liða. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrsta klukkutímann í liði Burnley og fékk 6 í einkunn.

West Brom: Johnstone (8), Furlong (7), Ivanovic (8), Hegazi (7), Townsend (7), Livermore (6), Krovinovic (6), Diangana (7), Gallagher (6), Pereira (6), Grant (7).
Varamenn: Robinson (6), Sawyers (5).

Burnley: Pope (8), Pieters (7), Long (7), Tarkowski (7), Taylor (7), Guðmundsson (6), Brownhill (6), Westwood (7), McNeil (7), Barnes (6), Wood (6).
Varamenn: Brady (6), Rodriguez (5).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner