Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 19. nóvember 2017 23:41
Magnús Már Einarsson
Ísland til Indónesíu í janúar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir Indónesíu í vináttuleik í Indónesíu í janúar ef marka má fréttir frá Indónesíu í kvöld.

Enginn alþjóðlegir leikdagar eru í janúar og því er ljóst að margir fastamenn verða fjarverandi í íslenska liðinu. Margir leikmenn sem hafa lítið verið í hópnum fá tækifæri líkt og á æfingamóti í Kína í janúar á þessu ári.

Indónesía er að undirbúa U23 ára lið sitt fyrr Asíuleikana næsta sumar. Liðið sem leikur gegn Íslandi verður því skipað leikmönnum U23 ára og yngri.

„Við viljum fá betri vináttuleiki fyrir Asíuleikana. Þessi vináttuleikur (gegn Íslandi) er í forgangi fyrir U23 ára lið okkar," sagði Ratu Tisha Destria framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Indónesíu í samtali við CNN þar í landi.

Næstu alþjóðlegu leikdagar eru í mars en íslenska landsliðið leikur þá vináttuleiki til undirbúnings fyrir HM. Liðið leikur síðan aftur vináttuleiki í júní áður en mótið hefst í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner