Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 10:27
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hefur fylgst með Hákoni síðan í júní
Hákon Haraldsson er áfram undir smásjá Tottenham Hotspur.
Hákon Haraldsson er áfram undir smásjá Tottenham Hotspur.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hjá Lille er undir smásjá enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham.

Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, segir að Tottenham hafi fylgst með Hákoni síðan hann átti frábæran leik á Wembley í júní, þegar Ísland vann England 1-0 í æfingaleik.

„Hann er kannski ekki fyrstur með fréttirnar en Tottenham hefur verið að fylgjast með honum síðan í júní," segir Baldvin í þættinum um umræðu á samfélagsmiðlunum X um að Tottenham ætti að sækja Hákon.

Hákon, sem er 21 árs, hefur spilað virkilega vel með Lille síðan hann kom úr erfiðum meiðslum og hann skoraði í sigri gegn Nice á föstudaginn.

Í október á liðnu ári var greint frá því að njósnarar frá Crystal Palace og Tottenham væri að fylgjast með Hákoni. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu hefur áhugi þessara félaga ekki minnkað.


Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Athugasemdir
banner
banner