Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mið 20. febrúar 2019 10:53
Magnús Már Einarsson
Jón Rúnar hættir sem formaður FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Rúnar Halldórsson hættir í dag sem formaður knattspyrnudeildar FH á aðalfundi deildarinnar. Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Tilkynna þarf um framboð til formanns þremur dögum fyrir aðalfund knattspyrnudeildar og Jón Rúnar hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram fram.

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, greindi fyrst frá því á Twitter í dag að Jón Rúnar Halldórsson sé að hætta sem formaður knattspyrnudeildar FH.

Jón Rúnar hefur verið lengi formaður hjá FH og í stjórnartíð hans hefur félagið unnið fjölmarga titla.

Jón Rúnar var stjórnarmaður hjá FH áður en hann tók við sem formaður.

FH hefur átta sinnum orðið Íslandsmeistari frá aldamótum og tvívegis bikarmeistari.

Á síðasta tímabili endaði liðið í 5. sæti í Pepsi-deildinni og missti af Evrópusæti í fyrsta skipti síðan árið 2003.



Athugasemdir
banner
banner