Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 20. mars 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paul Ince: Sorglegt að Haaland hafi sloppið
Mynd: Getty Images
Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og fyrirliði enska landsliðsins, telur Rauðu djöflana þurfa að kaupa sóknarmann í heimsklassa til að brúa bilið á milli sín og bestu liða úrvalsdeildarinnar.

Ince er ósáttur með að Ole Gunnar Solskjær hafi látið Erling Braut Haaland renna sér úr greipum. Norska ungstirnið hugleiddi að ganga í raðir Man Utd í janúar en endaði á að skipta yfir til Dortmund þar sem hann hefur verið að raða inn mörkum.

Solskjær og Haaland þekkjast frá tíma þeirra saman hjá Molde en ungstirnið fékk loforð um mikinn spiltíma hjá Dortmund og hélt þangað.

„Ef félagið vill brúa bilið milli sín og Man City og Liverpool þá verður að fá heimsklassa sóknarmann inn. Félagið fékk gott tækifæri með Haaland en hann valdi Dortmund. Það er frekar sorglegt, Haaland er frábær leikmaður sem myndi bæta hópinn og þú mátt ekki leyfa þannig mönnum að sleppa," sagði Ince við Goal.

„Það var svekkjandi að ná honum ekki inn, þetta er leikmaður sem gefur þér 20-25 mörk á tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner