Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool spilaði tvo 30 mínútna æfingaleiki gegn Wacker Innsbruck og Stuttgart í dag en báðum leikjunum lauk með 1-1 jafntefli.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk tvö lið sem voru tilbúin til að spila 30 mínútna æfingaleiki en þetta voru fyrstu leikir liðsins á undirbúningstímabilinu.
Divock Origi skoraði eina mark LIverpool í fyrri leiknum gegn Wacker Innsbruck á meðan Sadio Mane gerði markið í síðari leiknum.
Ibrahima Konate spilaði sinn fyrsta leik í rauðu treyjunni og þá fékk hinn afar efnilegi Kayde Gordon einnig tækifærið.
Liverpool er í æfingaferð í Austurríki og mun spila tvo æfingaleiki til viðbótar áður en liðið spilar við Mainz og Herthu Berlín síðar í þessum mánuði áður en það heldur aftur heim til Bretlandseyja.
Athugasemdir