Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Saka mjög þakklátur Ljungberg
Ljungberg spjallar við Saka.
Ljungberg spjallar við Saka.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka skoraði og lagði upp tvö í 3-0 sigri Arsenal gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í gær. Saka varð 18 ára gamall þann 5. september.

Saka þakkar Svíanum Freddie Ljungberg sem nú er aðstoðarmaður Unai Emery, Ljungberg hefur unnið með Saka síðan hann var fimmtán ára gamall, þegar hann þjálfaði U15 ára liðið.

„Hann hefur verið með mér síðan ég var fimmtán ára og hann hefur séð mig gera ótrúlega hluti. En hann hefur alltaf sagt mér að vera jarðbundinn og auðmjúkur," segir Saka.

„Hann hefur hvatt mig til að leggja mikið á mig og hefur alltaf haft mikla trú á mér. Hann var leikmaður sjálfur og skilur mína stöðu. Hann hefur spilað mína stöðu og það er svo gott að hafa Arsenal goðsögn að gefa manni góð ráð."

Ljungberg var duglegur að gafa Saka ráð í leiknum í gær en leikmaðurinn ungi segir að Cristiano Ronaldo sé fyrirmynd sín og hann sé duglegur að horfa á leiki hjá honum og reyna að læra.
Athugasemdir
banner
banner