Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 20. september 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salzburg segir að Freund fari ekki til Chelsea
Christoph Freund
Christoph Freund
Mynd: EPA

Það komu áreiðanlegar heimildir fyrir því í gær að Chelsea væri að næla í Christoph Freund frá Red Bull Salzburg.


Freund er yfirmaður fótboltamála en hann err maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Erling Haaland, Sadio Mane, Naby Keita og Dayot Upamecano sem notuðu allir Salzburg sem stökkpall.

Stephan Reiter framkvæmdarstjóri RB Salzburg sagði í viðtali hjá Sky Sports í Austurríki að það væru engar viðræður í gangi.

„Ég get staðfest að það sé ekkert að fara gerast, hvorki Chelsea né Christoph Freund hefur talað við mig eða stjórnina um eitthvað þessu líkt. Christoph skrifaði nýverið undir nýjan samning sem gildir til 2026 sem gildir jafn mikið fyrir hann eins og leikmenn, stjóra og þjálfara," sagði Reiter.


Athugasemdir