ÍR hafnaði stóru tilboði frá Njarðvík í miðvörðinn unga Svein Gísla Þorkelsson á dögunum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hljóðaði tilboð Njarðvíkinga upp á eina milljón króna sem er mikill peningur á milli félaga sem eru ekki í efstu deild.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hljóðaði tilboð Njarðvíkinga upp á eina milljón króna sem er mikill peningur á milli félaga sem eru ekki í efstu deild.
Sveinn Gísli, sem er fæddur árið 2003, er uppalinn hjá ÍR en hann byrjaði að spila með meistaraflokki félagsins síðasta sumar. Lék hann þá 17 leiki í deild og bikar, og skoraði þrjú mörk.
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari ÍR, tók við Njarðvík fyrir stuttu en hann er greinilega mikill aðdáandi leikmannsins. Hann þekkir vel til Sveins eftir að hafa þjálfað hann.
Sveinn Gísli á einn leik að baki með U19 landsliði Íslands. Það var leikur gegn Rúmeníu fyrr á þessu ári.
Njarðvík leikur í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa farið með sigur af hólmi í 2. deild fyrr á þessu ári. ÍR hafnaði í sjötta sæti í sömu deild.
Athugasemdir