Napoli heldur áfram að eltast við Alejandro Garnacho, Tilboði West Ham í Duran var hafnað og Manchester United skoðar bakverði. Þetta er meðal mola í slúðurpakka dagsins.
Napoli vonast til að ná samkomulagi við Manchester United um 50 milljóna punda kaup á argentínska kantmanninum Alejandro Garnacho (20). (Corriere dello Sport)
Aston Villa hefur hafnað 57 milljóna punda tilboði West Ham í kólumbíska framherjann Jhon Duran (21) sem er metinn á 80 milljónir punda í þessum glugga. (Telegraph)
Aston Villa er óánægt með tímasetningu tilboðs West Ham þar sem það kemur rétt áður en Villa mætir Mónakó í næstsíðasta leik sínum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. (Guardian)
Chelsea er að íhuga að fá Dusan Vlahovic (24), framherja Juventus og Serbíu, eftir að hafa átt í viðræðum um að selja portúgalska varnarmanninn Renato Veiga (21) til ítalska félagsins. (Times)
Manchester United er í viðræðum um að kaupa vinstri bakvörðinn Patrick Dorgu (20) frá Lecce en danska landsliðsmanninum er ætlað að fylla upp í tómarúm í liði Rúben Amorim. (Athletic)
United hefur einnig skoðað bakverðina Rayan Ait-Nouri (23) hjá Wolves, Tyrick Mitchell (25) hjá Crystal Palace og Nuno Mendes (22) hjá Paris-St Germain. Þeir eru ekki fáanlegir í þessum glugga. (ESPN)
Ibrahima Konate (25) hefur ekki gert nýjan samning við Liverpool þrátt fyrir að hafa fengið tilboð. (Telegraph)
Jack Grealish (29), miðjumaður Manchester City og enska landsliðsins, er undir smásjám Inter og Borussia Dortmund þar sem framtíð hans hjá Etihad er í óvissu. (Sun)
Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne (33) segist ekki hafa rætt við Manchester City um nýjan samning en segir að „eitthvað muni gerast“ þegar núverandi samningur hans rennur út í sumar. (Manchester Evening News)
Tottenham íhugar að reyna að fá enska framherjann Liam Delap (21) frá Ipswich Town núna í janúarglugganum en gæti fengið samkeppni frá Chelsea. (Teamtalk)
Liverpool er ekki að íhuga að taka tilboðum í Harvey Elliott (21) í þessum glugga eða næsta þrátt fyrir lítinn spiltíma hans. (Football Insider)
Ungverski vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez verður áfram (21) hjá Bournemouth þrátt fyrir áhuga frá Manchester United, en hann mun líklega færa sig um set í sumar. (Florian Plettenberg)
Tottenham á í erfiðleikum með að landa slóvakíska miðverðinum Milan Skriniar (29) frá PSG í þessum mánuði. Félagið fær samkeppni frá Galatasaray. (TBR)
AC Milan er að íhuga að gera lánstilboð í danska landsliðsmanninn Rasmus Höjlund (21) og hollenska landsliðsframherjann Joshua Zirkzee (23) hjá Manchester United. (ESPN)
Juventus hefur rætt við Udinese um möguleg kaup á danska miðverðinum Thomas Kristensen (23) sem er einnig á óskalistum Tottenham og Leicester City. (Mail)
Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid ætlar að yfirgefa félagið í sumar og Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen er líklegastur til að taka við af Ítalanum. (Ondacero)
Athugasemdir