Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 10:00
Fótbolti.net
Af hverju fær besti miðjumaður síðasta tímabils ekki sénsinn?
Hildur Antons var í liði ársins og tilnefnd sem besti leikmaður eftir síðasta tímabil
Hildur Antons var í liði ársins og tilnefnd sem besti leikmaður eftir síðasta tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bára Kristbjörg sér Alexöndru fyrir sér í hlutverki skapandi miðjumanns í byrjunarliði Íslands
Bára Kristbjörg sér Alexöndru fyrir sér í hlutverki skapandi miðjumanns í byrjunarliði Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvalið fyrir undirbúningsmótið á Pinatar í mars var til umræðu á Heimavellinum í gær. Það hefur vakið nokkra athygli að miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir sem hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins tvö undanfarin ár hefur ekki hlotið náð fyrir augum Jóns Þórs landsliðsþjálfara.

„Hún var afgerandi á miðjunni hjá Breiðablik síðasta sumar og hefur spilað einhverja 40 yngri landsleiki. Var tilnefnd sem besti leikmaður deildarinnar eftir síðasta tímabil ásamt Elínu Mettu og Berglindi Björgu sem báðar eru í landsliðshópnum. Á hún ekkert séns í svona hóp sem er valinn í janúar?“ spurði Hulda Mýrdal en í óformlegri könnun sem var gerð á Instagram-reikningi Heimavallarins furðuðu margir sig á að Hildur hefði ekki verið valin í verkefnið.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, gestur þáttarins, er mikill aðdáandi Hildar en velti fyrir sér hver ætti að víkja úr hópnum á kostnað Hildar.

„Ég hugsa að hún hafi alveg örugglega komið til greina án þess að ég viti nokkuð um það. En þá spyr maður á móti, hverja ætlar þú að taka út?“

„Maður horfir á miðjumennina sem eru í hópnum og horfir á eiginleikana þar. Þetta eru allt vinnusamir leikmenn, þær eru allar líkamlega sterkar og sterkar varnarlega. Við eigum fullt af skapandi miðjumönnum. Hildur Antons, Lára Kristín Pedersen, Katrín Ómarsdóttir. Það er einhver ástæða fyrir því að þær eru ekki valdar í landsliðið og ég held að það sé af því að boltinn er öðruvísi. Hraðinn er annar og vinnan er önnur þannig að þú þarft að skila allt öðruvísi leik í landsleik heldur en hérna heima. Það er mitt mat af því að mér fannst Hildur frábær í fyrra.“


Hulda spurði þá á móti hvaða leikmann Bára myndi setja í byrjunarlið Íslands sem skapandi miðjumann.

„Fyrir mitt leyti, eins og staðan er í dag þá er það Alexandra Jóhanns. Við þurfum ekki fimm svoleiðis leikmenn, við þurfum 1-2 sem geta unnið mikið og svo þurfum við að hafa x-factor. Ég held að okkar næsta svoleiðis sé Alexandra,“ svaraði Bára.
Heimavöllurinn - Íslenskur undirbúningsvetur hefst með látum
Athugasemdir
banner
banner