Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. mars 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brasilísk félög bjóða leikvanga í baráttunni gegn veirunni
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran hefur breiðst um allan heim og er að færast talsvert í aukana í Brasilíu, sem hefur stöðvað alla knattspyrnu í landinu líkt og aðrar þjóðir.

Mikið álag er á heilbrigðiskerfinu og ekki pláss fyrir gríðarlegan fjölda sjúklinga. Nokkur knattspyrnufélög hafa því ákveðið að leggja ríkisstjórninni lið með að veita fullan aðgang að leikvöngum, æfingasvæðum og öðrum húsnæðum sínum.

Bahia, Athletico Paranaense og Sao Paulo eru meðal félaga sem hafa boðist til að hjálpa til með þessum hætti.

Félögin eiga aðrar eignir eins og félagsheimili, gistiheimili og íbúðir sem standa mörg auð og ónýtt í faraldrinum.

Tæplega 1000 manns hafa verið staðfestir með veiruna í Brasilíu og sex þeirra hafa látist.
Athugasemdir
banner