Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fim 21. júlí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eins og staðan er núna verð ég bara áfram hjá ÍBV"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, sem Valtýr Björn Valtýsson stýrir, kom fram að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, væri mögulega í viðræðum við Grindavík.

Guðjón Pétur hefur lítið spilað að undanförnu. Í síðustu fimm leikjum, eftir að hann kom úr straffi, hefur hann tvívegis verið ónotaður varamaður. Hann er 34 ára miðjumaður sem gekk í raðir ÍBV fyrir síðasta tímabil.

„Nei, ég er ekkert að kíkja í kringum mig. Það eru einhver lið búin að spyrjast fyrir og svona en ég hef ekki farið í neinar viðræður, hitt neinn eða talað við neinn," sagði Guðjón við Fótbolta.net í dag.

„Eins og staðan er núna verð ég bara áfram hjá ÍBV." Síðasti dagurinn þar sem félagaskiptaglugginn er opinn er þriðjudagurinn 26. júlí.

ÍBV vann í síðustu umferð sinn fyrsta sigur í sumar, þá var Guðjón Pétur ónotaður varamaður. ÍBV er í næstneðsta sæti, tveimur stigum frá því að koma sér úr fallsæti. Næsti leikur liðsins er gegn Leikni á sunnudag.

Grindavík tilkynnti á þriðjudag að liðið hefði fengið spænskan miðjumann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner