Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 21. ágúst 2019 21:16
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Kórdrengir með annan fótinn í 2. deild
Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Kórdrengir fari upp í 2. deild
Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Kórdrengir fari upp í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kórdrengir 2 - 1 Augnablik
0-1 Markaskorara vantar ('60 )
1-1 Magnús Þórir Matthíasson ('64, víti )
2-1 Einar Orri Einarsson ('74 )

Kórdrengir unnu Augnablik 2-1 í 3. deildinni í kvöld en liðið er nú með þrettán stiga forystu á KV sem er í þriðja sætinu.

Augnablik komst yfir í kvöld með marki á 60. mínútu áður en Magnús Þórir Matthíasson jafnaði metin úr víti á 64. mínútu.

Einar Orri Einarsson skoraði svo sigurmarkið á 74. mínútu og lokatölur 2-1.

Kórdrengir eru í efsta sæti með 45 stig, fjórum stigum meira en KF sem á leik til góða.

Kórdrengir eiga fjóra leiki eftir en KV á einn leik inni. Kórdrengir geta fagnað sæti í 2. deildinni ef KV tapar á föstudaginn gegn Skallagrim.
Athugasemdir
banner