Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Jovic hlær að sögusögnum - Segist hafa traust hjá Zidane
Luka Jovic.
Luka Jovic.
Mynd: Getty Images
Luka Jovic, framherji Real Madrid, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé strax á förum frá félaginu eftir einungis tvo mánuði.

Real Madrid keypti Jovic frá Frankfurt á 62 milljónir punda í sumar en í síðustu viku bárust fréttir af því að Zinedine Zidane, þjálfari Real, væri ekki ánægður með hann og vildi lána leikmanninn.

Jovic spilaði í fyrstu umferðinni gegn Celta Vigo um helgina og Serbinn segist ekki vera að fara neitt.

„Zidane hefur trú á mér og skoðun hans hefur ekki breyst síðan við byrjuðum að vinna saman. Ég er að læra af honum á hverjum degi og ég er mjög ánægður með það því sem leikmaður og þjálfari er ég á toppnum í heimsfótboltanum," sagði Jovic.

„Fjölmiðlar láta mig alltaf fara að hlæja. Þeir koma alltaf með svona sögur. Ég hef verið vanur svona ummælum síðan að meistaraflokksferill minn hófst. Ég hef sætt mig við að það geta alltaf komið svona ummæli. Tíminn leiðir í ljós hvað er satt."
Athugasemdir
banner
banner
banner