Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 16:30
Fótbolti.net
„Það var ýtt á einhvern takka á Tryggva"
Tryggvi Hrafn í leik í sumar.
Tryggvi Hrafn í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur sogast niður í fallbaráttuna en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum. Á laugardaginn leikur liðið gegn ÍBV en eini sigur Eyjamanna í sumar var gegn ÍA í Eyjum.

Fjallað var um niðursveiflu ÍA í Innkastinu í vikunni.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn

„ÍA er bara í veseni, það er þvílík pressa á þeim," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem var geggjaður í byrjun tímabils, var settur á bekkinn í leik ÍA gegn Stjörnunni síðasta sunnudag.

„Getum við ekki bara sagt að hann hafi verðskuldað verið settur á bekkinn? Hann fór með himinskautum í byrjun tímabilsins. Það var byrjað að tala um hann sem mögulega leikmann tímabilsins. Svo var bara ýtt á einhvern takka á Tryggva og hann hefur ekkert verið að sýna," segir Elvar og Gunnar Birgisson bætti við:

„Þeir virðast nálægt því að fara á taugum. Þetta er ekki að smella hjá þeim og þeir finna pressuna. Mun þetta smella? Þeir eiga ÍBV næst og ef þetta smellur einhverntímann þá gerist það þar," segir Gunnar.

„Pressan í þeim leik verður öll á ÍA. ÍBV náði í stig gegn KA og ef Skagamenn spila þennan leik eins og þeir gerðu í Garðabænum þá fær ÍBV möguleika á að taka öll stigin," segir Elvar.


Innkastið - Keppst við að stimpla sig í fallbaráttu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner