Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   mán 22. maí 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Leikmenn réðu ekki við frétt Fótbolta.net
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH töpuðu óvænt á heimavelli gegn Fjölni í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir vinnur FH í alvöru mótsleik.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fjölnir

„Um leið og þessi frétt kom á Fótbolta.net um að Fjölnir hefði ekki unnið FH síðan 2008 þá var það skrifað í skýin að Fjölnir myndi vinna þennan leik. Leikmannahópur FH í dag ræður ekki við svona frétt," sagði Heimir í áhugaverðu viðtali eftir leikinn.

„Hugarfarið sem kom inn á völlinn var ekki nógu gott. Það var greinilegt að við vorum að vanmeta þetta verkefni. Allir sem fylgjast með fótbolta vita að Fjölnir er mjög gott lið."

„Við eigum leik gegn KR næst og við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir þann leik. Við þurfum að finna betri lausnir á því sem við erum að gera, bæði varnarlega og sóknarlega."

FH byrjaði í 3-4-3 í kvöld en skipti yfir í 4-3-3 í seinni hálfleik.

„Eftir að við breyttum vildum við fara meira út á vængina. Við náðum að skora en eftir markið datt þetta í sama farið aftur."

Heimi tókst ekki að landa varnarmanni fyrir lok gluggans. Voru það mikil vonbrigði?

„Það voru vonbrigði en jákvæðar fréttir að Pétur (Viðarsson) byrjar að æfa á morgun. Eins og menn vita þá hugsar hann vel um sig og verður fljótur að koma sér í stand."
Athugasemdir
banner
banner