Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 20:55
Sölvi Haraldsson
EM: Belgar kláruðu Rúmena - Lukaku og VAR
Mynd: EPA

Seinasti leikur dagsins á Evrópumótinu var spilaður á Cologne vellinum í Cologne þegar Belgar kláruðu Rúmena 2-0. Núna eru öll lið E-riðilsins með 3 stig eftir tvo leiki og því komin gífurleg spenna fyrir lokaumferðina í þessum riðli.

Belgium 2 - 0 Romania

1-0 Youri Tielemans ('2 )

2-0 Kevin De Bruyne ('80 )


Belgarnir byrjuðu leikinn vægast sagt af krafti en eftir tveggja mínútna leik voru þeir búnir að taka forystuna með glæsilegu marki frá Youri Tielemans. Romelu Lukaku kom boltanum út í teig á Tielemans sem tók skotið í fyrsta og boltinn söng í netinu.

Belgar voru heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik og 1-0 forysta Belga fyllilega sanngjörn í hálfleik.

Rúmenar komu af krafti út í seinni hálfleikinn en hægt og rólega tóku Belgar aftur yfir leikinn og fengu urmul af færum í seinni hálfleik. Eitt af þeim færum var þegar De Bruyne senti Lukaku einan í gegn. Lukaku gerði allt rétt og skoraði en eina sem hann gerði ekki rétt var að vera fyrir innan. Það munaði alls ekki miklu en þetta er þriðja markið hans á mótinu í tveimur leikjum sem hafa verið dæmd af honum. 

Maður sá það að það var enginn annar inn á vellinum sem vildi meira skora en Lukaku og hann reyndi allt sem hann gat. Það var hins vegar títtnefndi Kevin De Bruyne sem kom Belgum yfir í 2-0 eftir sendingu frá Koen Casteels, markmanni Belgíu.

Bæði lið fengu færi til að skora í lok leiks en bæði Casteels, í marki Belga, og Nita, í marki Rúmena, gerðu vel að verja.


Athugasemdir
banner
banner
banner